logo-for-printing

16.12.2021

Varaseðlabankastjóri með erindi hjá EFTA um gögn og gagnavinnslu

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, flutti í gær erindi á afmælisráðstefnu EFTA sem fjallaði um áskoranir ríkja Evrópu við að ná markmiði um að vera leiðandi í gagnamálum, en 30 ár eru liðin frá stofnun sérstakrar gagnadeildar EFTA. Yfirskrift ráðstefnunnar var „EFTA Statistical Office Conference on Data Stewardship – Chances and Challenges”. Yfirskrift erindis Gunnars, sem var á ensku, var „Data Matters: A Central Banking Perspective”.

Í erindinu fjallaði Gunnar m.a. um mikilvægi gagna fyrir greiningu og ákvarðanatöku seðlabanka. Hann ræddi sérstaklega um mikilvægi hátíðnigagna í tengslum við viðbrögð við COVID-faraldrinum og um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir við að safna gögnum og greina þau, meðal annars vegna tæknibreytinga. Enn fremur ræddi Gunnar um hversu mikilvæg samvinna ýmissa opinberra og annarra aðila sé til að takast á við verkefni af þessu tagi, ekki bara með tilliti til nýrrar tækni heldur einnig vegna breytinga á regluumhverfi.

Skjal með efni sem Gunnar studdist við er hér: Data Matters. A Central Banking Perspective. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Afmælisráðstefna EFTA: EFTA Statistical Office Conference on Data Stewardship – Chances and Challenges

Til baka