logo-for-printing

23.03.2023

Seðlabankastjóri meðal framsögumanna á ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var meðal framsögumanna á ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar sem haldin var í Kaldalóni í Hörpu miðvikudaginn 22. mars síðastliðinn. Að ráðstefnunni stóð menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar.

Ásgeir fjallaði í erindi sínu, sem bar yfirskriftina Gullnáma eða fátæktargildra?, meðal annars um þjóðhagslegan ábata ferðamennsku, ferðaþjónustuna sem einn af vaxtarbroddum atvinnulífs á landsbyggðinni og um neikvæð áhrif ferðamennsku. Í lokin horfði hann fram á veg varðandi stöðu og þróun ferðamennsku á Íslandi.

Hér má sjá glærur sem Ásgeir studdist við á fundinum: Kynning Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á ráðstefnu um um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar.
Til baka