logo-for-printing

18.04.2023

Varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi OECD um viðbrögð peningastefnu og ríkisfjármála við áföllum

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti ræðu á 15. árlega fundi vinnuhóps OECD fyrir fulltrúa fjárlagagerðar þjóðþinga og sjálfstæðra ríkisfjármálastofnana sem haldinn var á Íslandi 13. til 14. apríl.

Í ræðu sinni fjallaði Rannveig m.a. um hvernig íslenskur efnahagur hefur staðið af sér alþjóðleg áföll í samanburði við önnur ríki innan OECD, hvaða hlutverki peningastefna og ríkisfjármál gegna í að bregðast við slíkum áföllum og áskoranir í viðleitni til að bregðast rétt við á tímum mikillar verðbólgu.

Ræðu Rannveigar má nálgast hér: Viðbrögð peningastefnu og ríkisfjármála gagnvart margþættum áföllum á heimsvísu

 

Til baka