logo-for-printing

27.09.2023

Varaseðlabankastjóri með erindi á norrænni netöryggisráðstefnu

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, hélt í gær, þriðjudaginn 26. september, erindi á netöryggisráðstefnu norrænu seðlabankanna Nordic Cyber in Finance. Að þessu sinnu var ráðstefnan haldin af danska seðlabankanum, en ráðstefnan er haldin árlega af einum af norrænu seðlabönkunum. Erindi Gunnars fjallaði um viðnámsþrótt greiðslumiðlunarkerfa í ljósa vaxandi hættu af netárásum. Gunnar fjallaði um ábyrgð seðlabanka við að tryggja skilvirka greiðslumiðlun og hvernig rof í greiðslumiðlun getur ógnað fjármálastöðugleika. Hann fjallaði um þróun þessa málaflokks innan seðlabanka og áherslur þeirra til að mæta sívaxandi áhættu vegna netárása.

Höskuldur Hlynsson, áhættustjóri Seðlabankans, tók einnig þátt í pallborði um um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis. Hann sagði m.a. sagði frá samstarfsvettvangi Seðlabankans um rekstraröryggi fjármálainnviða (SURF) og fyrirhugaðri formgerð nýs samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis, sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt til að verði komið á laggirnar.

Við erindi sitt studdist Gunnar við efni í meðfylgjandi skjali: Systemic operational resilience - Delivery of payment services in the face of evolving cyber threats, flutt 26. september 2023.


Til baka