Erindi seðlabankastjóra á fundi skipulögðum af EEFC í London, 26. maí 2016
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt erindi á fundi skipulögðum af European Economics and Financial Centre í London 26. maí síðastliðinn.
NánarOpnunarávarp seðlabankastjóra á ráðstefnu í Reykjavík 28.-29. apríl 2016
Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti opnunarávarp á ráðstefnunni Capital Flows, Systemic Risk and Policy Responses sem skipulögð var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, London School of Economics og Seðlabanka Íslands og haldin var hér á landi 28.-29. apríl síðastliðinn.
NánarFasteignamarkaður og fólksflutningar
Ný rannsókn á íslenskum húsnæðismarkaði hefur verið birt á vef tímaritsins Housing Studies. Framboðs- og eftirspurnarlíkan af húsnæðismarkaði er notað til að skoða þær miklu breytingar sem urðu á húsnæðisverði og íbúðafjárfestingu, einkum á árunum frá 2004.
NánarPeningastefnan og almannahagur. Viðtal við Þórarin G. Pétursson aðalhagfræðing
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, útskýrði peningastefnuna og nýjustu ákvarðanir peningastefnunefndar í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í morgun. Í þættinum fjallaði Þórarinn m.a. um það sem er ólíkt með þróuninni á Íslandi og í helstu nágrannalöndum (Mynd af Þórarni G. Péturssyni tekin af RÚV í morgun og birt með leyfi RÚV).
NánarNýleg hagþróun og áskoranir um stefnu
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, framkvæmdastjóri peningastefnu og hagfræði í Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnti hagfræðingum verkalýðssamtaka á Norðurlöndum í gær nýlega hagþróun hér á landi og fóru yfir helstu áskoranir sem stefnumótendur í efnahagsmálum hér á landi standa frammi fyrir. Þórarinn fór m.a. yfir þann mun sem er á stöðu og horfum í efnahagsmálum hér á landi og annars staðar greindi frá því hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá stefnu sem taka þyrfti í hagstjórninni.
Nánar