logo-for-printing

17. október 2016Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Lítið, opið hagkerfi í öldusjó alþjóðafjármála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti fyrirlestur hjá Samtökum fagfólks á fjármagnsmarkaði (ACI Ísland) síðastliðinn föstudag um ofangreind efni. Í fyrirlestrinum fjallaði hann meðal annars um hlutverk fjármagnsflæðis á milli landa, sveiflur í fjármálastærðum og áhrif þeirra á þjóðarbúskapinn.

Nánar
14. október 2016Seðlabankastjóri flutti aðalerindi á málstofu Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) hinn 27. september 2016

Fundir seðlabankastjóra í Brussel 27. og 28. september síðastliðinn

Dagana 27. og 28. september hélt Már Guðmundsson seðlabankastjóri tvö erindi í Brussel auk þess sem hann átti fundi með stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (EFTA Surveillance Authority - ESA) og háttsettum embættismönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviðum efnahagsmála og fjármálamarkaðar. Þar var einkum rætt um fjármagnshöft og þjóðhagsvarúðartæki.

Nánar
10. október 2016Elísabet Kemp Stefánsdóttir

Notkun sveiflujöfnunarauka yfir fjármálasveiflu

Elísabet Kemp Stefánsdóttir, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti erindi á rannsóknarráðstefnu í Ljubljana, Slóveníu, í lok september um niðurstöður rannsókna á fjármálasveiflum á Norðurlöndum og setningu sveiflujöfnunarauka, en það er þjóðhagsvarúðartól sem notað er til að byggja upp viðnámsþrótt bankakerfisins í fjármálalegri uppsveiflu. Í erindinu var farið yfir markmið og beitingu sveiflujöfnunaraukans, skilgreiningu og aðferðir við mat á fjármálasveiflum, kynntar niðurstöður um fjármálasveiflur á Norðurlöndum og rætt um hvernig nýta megi þessar niðurstöður við setningu sveiflujöfnunarauka.

Nánar
07. október 2016Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Erindi seðlabankastjóra á ráðstefnu á vegum US-Korea Institute, Reinventing Bretton Woods Committee

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn í Washington í Bandaríkjunum dagana 7. til 9. október. Í tengslum við ársfundinn hélt Már Guðmundsson seðlabankastjóri erindi á ráðstefnu á vegum US-Korea Institute, Reinventing Bretton Woods Committee, Korea Institute of Finance og UBS.

Nánar