logo-for-printing

28. nóvember 2016Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Seðlabankastjóri í viðtali í þættinum Sprengisandi

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í viðtali á Sprengisandi Bylgjunnar í gærmorgun. Þar fór seðlabankastjóri yfir rökin fyrir þeirri ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Jafnframt ræddi seðlabankastjóri um samspil stjórnar peningamála við aðra þætti hagstjórnar og bar jafnframt stöðuna hér á landi saman við það sem er á þeim hagstjórnarsvæðum sem við berum okkur gjarnan saman

Nánar
24. nóvember 2016Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Erindi seðlabankastjóra á Adam Smith málstofu í Búdapest, 9. nóvember 2016

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt erindi á málstofu í málstofuröð sem kennd er við hagfræðinginn Adam Smith í Seðlabanka Ungverjalands hinn 9. nóvember síðastliðinn. Málstofan bar yfirskriftina Adam Smith and Economic Development in the XXIst Century: 2016 and beyond: World economic prospects. Erindi seðlabankastjóra fjallaði um alþjóðleg peninga- og fjármálakerfi í litlum, opnum og fjármálalega samþættum hagkerfum.

Nánar
17. nóvember 2016Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Ræða Más Guðmundssonar á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í morgun aðalræðumaður á peningamálafundi Viðskiptaráðs. Þar fjallaði hann meðal annars um árangur peningastefnunnar.

Nánar