Gögn aðalhagfræðings við kynningu á vaxtaákvörðun og efni Peningamála
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnti rök fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í sérstakri vefútsendingu í morgun. Vaxtaákvörðun var birt fyrr um morguninn en í vefútsendingunni kynntu Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur rök nefndarinnar, jafnframt því sem efni nýbirtra Peningamála var reifað.
NánarSeðlabankastjóri í viðtali við Bloomberg í Japan
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti um helgina og í gær fundi seðlabankastjóra aðildarríkja Alþjóðagreiðslubankans sem venjulega eru haldnir í Basel. Að þessu sinni voru fundirnir haldnir í Tókýó í boði Seðlabanka Japans. Daginn eftir átti seðlabankastjóri ásamt Hannesi Heimissyni, sendiherra Íslands í Japan, fund með Nobuteru Ishihara, efnahagsráðherra Japans, og átti viðræður við stjórnarmenn í viðskiptaráði Japans og Íslands. Hann veitti einnig fjölmiðlum viðtöl, m.a. í beinni útsendingu á Bloomberg sjónvarpsstöðinni. Nálgast má viðtalið með því að tengjast í gegnum fyrirsögn þessarar fréttar.
NánarViðtal við seðlabankastjóra á vef AGS
Í tengslum við vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í síðasta mánuði var tekið viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir fréttaveitu AGS. Viðtalið hefur nú verið birt á vef sjóðsins. Í viðtalinu svaraði seðlabankastjóri spurningum um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi, um samstarfið við AGS og fleira.
Nánar