Erindi um innleiðingu þjóðhagsvarúðartækja
Lúðvík Elíasson, hagfræðingur á sviði fjármálastöðugleika, hélt í þessum mánuði erindi á ráðstefnunni Evaluating the Effectiveness of Macroprudential Policies hjá Seðlabanka Slóveníu í Ljubljana. Í erindinu fjallaði Lúðvík um framkvæmd þjóðhagsvarúðar á Íslandi og tók dæmi um innleiðingu þjóðhagsvarúðartækja og reynslu af notkun þeirra.
NánarRitgerð um breytingar í eftirspurn á fasteignamarkaði og viðbrögð við þeim
Nýlega kom út ritgerðin Cycles in housing markets, policy and finance eftir Lúðvík Elíasson hagfræðing á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans. Ritgerðin birtist í bókinni Nordic Experiences of Sustainable Planning: Policy and Practice sem ritstýrt er af Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfræðingi og er gefin út af Routledge útgáfunni í London. Ritgerð Lúðvíks fjallar um tímabundnar og varanlegar breytingar í eftirspurn á fasteignamarkaði og mismunandi viðbrögð við þeim.
NánarErindi aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands um stöðu efnahagsmála og mótun peningastefnunnar
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt í dag erindi fyrir nemendur í námskeiðinu Fjármálamarkaðir í Háskóla Íslands um stöðu efnahagsmála og mótun peningastefnunnar.
NánarErindi aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands um ástand og horfur í efnahagsmálum
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag erindi hjá Félagi atvinnurekenda um ástand og horfur í efnahagsmálum og um peningastefnuna hér á landi. Í erindinu fjallaði Þórarinn m.a. um hagstæð ytri skilyrði sem rekja má til búhnykkja og um vaxtandi spennu í þjóðarbúinu, jafnframt því sem hann lýsti minnkandi frávikum frá markmiðum peningastefnunnar og minni sveiflum í verðbólgu og verðbólguvæntingum.
Nánar