logo-for-printing

24. september 2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings á ráðstefnu um lærdóma af fjármálakreppunni

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, flutti erindi á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni. Í erindinu fjallaði Þórarinn um þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd og útfærslu peningastefnunnar í kjölfar fjármálakreppunnar og hvernig þær hafa leitt til aukins árangurs peningastefnunnar.

Nánar
11. september 2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings Seðlabanka hjá Félagi atvinnurekenda

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, flutti erindi um ástand og horfur í efnahagsmálum hjá Félagi atvinnurekenda í morgun. Við fyrirlesturinn studdist Þórarinn við efni sem er aðgengilegt hér á vefnum. Þórarinn fer þar yfir stöðu efnahagsmála og horfur fyrir næstu ár og ræðir einnig um viðnámsþrótt þjóðarbúsins nú og fyrir 10 árum.

Nánar
10. september 2018Bygging Seðlabanka Íslands

Kynningar á vegum Seðlabankans á Peningamálum

Fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa að jafnaði kynnt efni ritsins Peningamál í nokkrum fjármálafyrirtækjum. Eftir útkomu Peningamála 29. fyrra mánaðar hafa fulltrúar bankans kynnt efni ritsins í Kviku banka, hjá verðbréfafyrirtækinu Fossar, í Íslandsbanka og Arion banka. Kynningarefnið er aðgengilegt hér á vefnum, en það voru Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sem sáu um kynningarnar.

Nánar
03. september 2018Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri

Kynning aðstoðarseðlabankastjóra á efni Peningamála hjá Íslandsbanka

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynnti efni Peningamála 2018/3 og annað sem lá til grundvallar ákvörðun og yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var miðvikudaginn 29. ágúst síðastliðinn á fundi hjá Íslandsbanka síðastliðinn föstudag. Hefð er fyrir því að stjórnendur í Seðlabankanum séu með kynningar af þessu tagi í fjármálafyrirtækjum í tengslum við útgáfu Peningamála eftir vaxtaákvörðun og er kynning Rannveigar nú aðgengileg hér á vefnum.

Nánar