Mat á miðlunarferli peningastefnunnar
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdasstjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, flutti í gær erindi á málstofu í Seðlabanka Íslands um mat á miðlunarferli peningastefnunnar. Erindið er byggt á rannsókninni „Monetary transmission in Iceland: Evidence from a structural VAR model“ sem áætlað er að birta í rannsóknarritröðinni Working Paper, sem Seðlabanki Íslands gefur út.
NánarVaraseðlabankastjóri með erindi hjá Samiðn
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti fimmtudaginn 15. júní erindi fyrir Samiðn – samband iðnfélaga.
NánarKynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála á fundum í fimm fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka og í Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi innlend efnahagsumsvif og verðbólgu.
NánarSeðlabankastjóri flutti erindi á ráðstefnu í Króatíu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi um efnahagsmál á alþjóðlegri ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu sem haldin var af Seðlabanka Króatía dagana 25. til 27. síðasta mánaðar. Þá stýrði hann einnig pallborðsumræðum um alþjóðlega bankakerfið sem bar yfirskriftina: Banking: Troubles on horizon or idiosyncratic shocks? Fjallað var um að hversu miklu leyti nýlegt gjaldþrot banka í Bandaríkjunum og yfirtaka UBS í Sviss væri vegna uppsöfnunar áhættu í fjármálakerfinu og hvaða þættir hefðu áhrif á horfur um alþjóðlegt fjármálakerfi.
NánarFyrirlestur Gunnars Jakobssonar varaseðlabankastjóra á ráðstefnu SFF um notkun reiðufjár
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, flutti fyrirlestur á ráðstefnu Samtaka fjármálafyrirtækja um notkun reiðufjár í verslun og þjónustu, en ráðstefnan var haldin fyrsta júní 2023. Fyrirlestur Gunnars bar yfirskriftina: „Er „reiðufé“ á hverfanda hveli?“
Nánar