Gögn yfir gjaldeyrisforða eru birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.
Gögnin miðast við stöðu í lok mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri tíðni frá október 2000.
Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is
Gögnum um gjaldeyrisforða er safnaði í þeim tilgangi að uppfylla birtingarstaðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ítarlega sundurliðun á gjaldeyrisforða og greiðsluhæfi hans. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.
Eignir og skuldir eru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur miðað við miðgengi gjaldmiðla.
Lagagrundvöllur
Gjaldeyrisforði
Endurskoðun gagna
Gull og SDR
Gull
Í eigu eða vörslu peningayfirvalda sem er hluti af gjaldeyrisforða. Til að geta talist til gjaldeyrisforða verður gullið að vera tiltækt án tafa og kvaða.
Sérstök dráttarréttindi
Réttindi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úthlutar til að styrkja gjaldeyrisforða aðildarlanda hans. Sérstökum dráttarréttindum er úthlutað í hlutfalli við kvóta viðkomandi lands hjá sjóðnum. Kvóti hvers lands er ákveðinn út frá hlutdeild landsins í heimsviðskiptum. Dráttarréttindin tákna að eigandi þeirra á fullan og óskilyrtan rétt á gjaldeyrisláni eða öðrum gjaldeyriseignum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Aðildarríki geta selt hvort öðru kvótann sinn. Á móti eignfærðum kvóta bókast skuld sem kallast mótvirði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Seðlar og innstæður
Gjaldeyrisforði
Innlendur aðili / Erlendur aðili
Fastar nettóútgreiðslur gjaldeyriseigna (nafnverð) næstu 12 mánuði
Mögulegar nettóútgreiðslur gjaldeyriseigna (nafnverð) næstu 12 mánuði
Ónýttar, óskilyrtar dráttarheimildir
Gjaldmiðlar í SDR körfu
| Titill | Tíðni | Nýjast | Tímabil | Næst | Flokkur | Gagnabanki |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Lífeyrissjóðir | Mánaðarleg | 4. desember | Október 2025 | 9. janúar | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Greiðslujöfnuður við útlönd | Ársfjórðungsleg | 4. desember | 3. ársfj. 2025 | 5. mars | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
| Erlendar skuldir | Ársfjórðungsleg | 4. desember | 3. ársfj. 2025 | 5. mars | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
| Erlend staða þjóðarbúsins | Ársfjórðungsleg | 4. desember | 3. ársfj. 2025 | 5. mars | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
| Verðbréfafjárfesting | Mánaðarleg | 28. nóvember | Október 2025 | 30. desember | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
| Staða markaðsverðbréfa | Mánaðarleg | 28. nóvember | Október 2025 | 30. desember | Markaðir | |
| Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir | Mánaðarleg | 27. nóvember | Október 2025 | 5. janúar | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Önnur fjármálafyrirtæki | Mánaðarleg | 27. nóvember | Október 2025 | 6. janúar | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Lánasjóðir ríkisins | Mánaðarleg | 27. nóvember | Október 2025 | 6. janúar | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Innlánsstofnanir | Mánaðarleg | 25. nóvember | Október 2025 | 23. desember | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Greiðslumiðlun | Mánaðarleg | 18. nóvember | Október 2025 | 17. desember | Markaðir | |
| Tryggingafélög | Mánaðarleg | 18. nóvember | September 2025 | 17. desember | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Gjaldeyrisforði | Mánaðarleg | 17. nóvember | Október 2025 | 15. desember | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
| Útboð verðbréfa | Mánaðarleg | 17. nóvember | Október 2025 | 17. desember | Markaðir | |
| Efnahagur Seðlabanka Íslands | Mánaðarleg | 7. nóvember | Október 2025 | 5. desember | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
| Gjaldeyrismarkaður | Mánaðarleg | 7. nóvember | Október 2025 | 9. desember | Markaðir | |
| Krónumarkaður | Mánaðarleg | 7. nóvember | Október 2025 | 9. desember | Markaðir | |
| Raungengi | Mánaðarleg | 7. nóvember | Október 2025 | 9. desember | Markaðir | |
| Bein fjárfesting | Árleg | 19. september | 2024 | 20. mars | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
| Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja | Ársfjórðungsleg | 8. september | 2. ársfjórðungur 2025 | 8. desember | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja |