Fara beint í Meginmál

Gögn fyrir veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri eru uppfærð hvern viðskiptadag um kl. 16:00 með tveggja daga tímatöf.

Gögnin eru aðgengileg á daglegri tíðni frá janúar 2009.

Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is

Ítarleg gögn fyrir gjaldeyrismarkað má nálgast á tímaraðaformi í Gagnabankanum

Velta á gjaldeyrismarkaði

Gögnum um gjaldeyrismarkað er safnað í því skyni að fylgjast með veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri og inngripum Seðlabankans á gjaldeyri.

Lagagrundvöllur

Gagnasöfnunin er á grundvelli reglna nr. 600/2020 um gjaldeyrismarkað, settar með vísan til 27. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og laga nr. 70/2021 um gjaldeyrismál.

Gjaldeyrismarkaður

Daglegar tilkynningar eru um gjaldeyrisviðskipti á millibankamarkaði til Seðlabankans. Aðilar á millibankamarkaði tilkynna Seðlabankanum um dagleg gjaldeyrisviðskipti sín og því gjaldeyriskaup afstemmanleg við gjaldeyrissölu á millibankamarkaði á hverjum tíma.

Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði. Rétt til þátttöku á markaðnum hafa svokallaðir viðskiptavakar og Seðlabanki Íslands.

Endurskoðun gagna

Gögn eru endurskoðuð komi fram leiðréttingar frá viðskiptavökum eða í samráði við þá. Athugasemd er höfð við gögn fram að næsta birtingardegi hafi þau verið endurskoðuð.

Millibankamarkaður

Millibankamarkaður skiptist annars vegar í millibankamarkað með krónur og hins vegar í millibankamarkað með gjaldeyri.

Millibankamarkaður með krónur (krónumarkaður)
Markaður með skammtímalán milli aðila á markaðnum. Aðilar markaðarins skulu tilgreina vaxtatilboð inn- og útlána á markaðnum eigi sjaldnar en á 10 mínútna fresti. Útlánsvextir markaðarins nefnast REIBOR (Reykjavik Interbank Offered Rates) og innlánsvextirnir REIBID (Reykjavík Interbank Bid Rate). Samningstími lána á millibankamarkaði með krónur getur verið yfir nótt (ON), vika (SW), einn mánuður (1M), þrír mánuðir (3M) og sex mánuðir (6M).

Aðilar á millibankamarkaði með krónur senda Seðlabankanum tilkynningar um samninga jafnóðum og þeir hafa átt sér stað. Gögnin byggjast því á raunverulegum viðskiptum milli aðila.

Millibankamarkaður með gjaldeyri (gjaldeyrismarkaður)
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði. Rétt til þátttöku á markaðnum hafa svokallaðir viðskiptavakar og Seðlabanki Íslands. Viðskiptavakar geta orðið aðilar sem hafa ótakmarkað starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta. Millibankamarkaður með gjaldeyri er opinn frá kl. 9:15 til 16.00 hvern viðskiptadag.

gjaldeyrismarkaður
04. febrúar
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Janúar 2026
gjaldeyrismarkaður
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Febrúar 2026
Hagtölur
TitillTíðniNýjastTímabilNæstFlokkurGagnabanki
Önnur fjármálafyrirtækiMánaðarleg27. janúarDesember 202527. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðirMánaðarleg27. janúarDesember 202527. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Lánasjóðir ríkisinsMánaðarleg27. janúarDesember 202527. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
InnlánsstofnanirMánaðarleg23. janúarDesember 202525. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
GreiðslumiðlunMánaðarleg16. janúarDesember 202517. febrúarMarkaðir
Útboð verðbréfaMánaðarleg16. janúarDesember 202517. febrúarMarkaðir
TryggingafélögMánaðarleg16. janúarNóvember 202517. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
GjaldeyrisforðiMánaðarleg15. janúarDesember 202511. febrúarGreiðslujöfnuður við útlönd
Efnahagur Seðlabanka ÍslandsMánaðarleg13. janúarDesember 20256. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
LífeyrissjóðirMánaðarleg9. janúarNóvember 20254. febrúarEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
RaungengiMánaðarleg7. janúarDesember 20256. febrúarMarkaðir
GjaldeyrismarkaðurMánaðarleg6. janúarDesember 20254. febrúarMarkaðir
KrónumarkaðurMánaðarleg6. janúarDesember 20254. febrúarMarkaðir
VerðbréfafjárfestingMánaðarleg30. desemberNóvember 202529. janúarGreiðslujöfnuður við útlönd
Staða markaðsverðbréfaMánaðarleg30. desemberNóvember 202530. janúarMarkaðir
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækjaÁrsfjórðungsleg8. desember3. ársfjórðungur 20256. marsEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Erlendar skuldirÁrsfjórðungsleg4. desember3. ársfj. 20255. marsGreiðslujöfnuður við útlönd
Greiðslujöfnuður við útlöndÁrsfjórðungsleg4. desember3. ársfj. 20255. marsGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlend staða þjóðarbúsinsÁrsfjórðungsleg4. desember3. ársfj. 20255. marsGreiðslujöfnuður við útlönd
Bein fjárfestingÁrleg19. september202420. marsGreiðslujöfnuður við útlönd