Meginvextir SÍ
Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að hafa áhrif á vexti á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ákvörðun vaxta í viðskiptum sínum við lánastofnanir, sem síðan hafa áhrif á aðra markaðsvexti. Meginvextir (stundum kallaðir stýrivextir) Seðlabankans eru þeir vextir í þessum viðskiptum við lánastofnanir sem ráða mestu um framvindu skammtímavaxta á markaði og þar með aðhaldsstigi peningastefnunnar. Þessir vextir eru nú vextir á sjö daga bundnum innlánum lánastofnana í Seðlabankanum.
Meginvextir (stýrivextir)
Það getur verið breytilegt frá einum tíma til annars hvaða vextir Seðlabankans hafa mest áhrif á aðra skammtímavexti og teljast þar með meginvextir hans. Fyrir fjármálakreppuna haustið 2008 voru meginvextir bankans vextir á lánum Seðlabankans gegn veði til lánastofnana, þ.e. svokölluð veðlán. Eftir fjármálakreppuna hefur eftirspurn lánastofnana eftir fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum hins vegar verið takmörkuð og lánastofnanir lagt þeim mun meira inn á reikninga í bankanum. Því hafa vextir á innlánsformum bankans verið áhrifameiri um vaxtaþróun á peningamarkaði frá árinu 2009.
Hér fyrir neðan eru gögn um vexti Seðlabankans og með því að smella á „Skoða gögn“ má nálgast upplýsingar um fleiri vaxtaraðir.
Yfirlit yfir meginvexti Seðlabanka Íslands
Tímabil: | Meginvextir: |
Til og með 7. apríl 2009 | Vextir á lánum gegn veði |
8. apríl 2009 til 29. september 2009 | Vextir á viðskiptareikningum |
30. september 2009 til 20. maí 2014 | Einfalt meðaltal vaxta á viðskiptareikningum og hámarksvaxta á innstæðubréfum með 28 daga binditíma |
Frá 21. maí 2014 | Vextir á 7 daga bundnum innlánum |
Umsjón
Markaðssvið | midvinnsla@sedlabanki.is
Bankavextir og dráttarvextir
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum samkvæmt lögum nr. 38/2001. Að auki birtir Seðlabankinn mánaðarlegt yfirlit yfir helstu vexti eins og þeir voru í lok hvers mánaðar.
- Bankavextir og dráttarvextir
- Dráttarvextir
- Tilkynningar um dráttarvexti og vexti af peningakröfum
- Almennir vextir af peningakröfum
Hér að ofan má m.a. finna vexti til viðmiðunar vegna umreiknings á lánum skv. 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með síðari breytingum í lögum nr. 151/2010.
Mánaðarlegar vaxtatilkynningar (tilkynningar um dráttarvexti og vexti af peningakröfum) má finna á síðunni Fréttir og tilkynningar.
Dráttarvextir | |
---|---|
Frá 01.9.24 | 17,00% |
Lýsigögn
Lýsigögn fyrir bankavexti, dráttarvexti og almenna vexti af peningakröfum.
Umsjón
Upplýsingatækni og gagnasöfnun, Fjármálamarkaðir | adstod@sedlabanki.is
Markaðsvextir
Vextir á millibankamarkaði með krónur (%)
Seðlabankinn hættir skráningu 9 og 12 mánaða REIBOR-vaxta
Seðlabankinn hætti skráningu 9 og 12 mánaða vaxta á millibankamarkaði með krónur (REIBOR) 1. júlí 2020. Frétt þess efnis má sjá hér á vefsíðu Seðlabanka Íslands.
Vaxtaviðmið í íslenskum krónum (IKON)
Seðlabankinn reiknar út og hefur birt IKON vaxtaviðmið (Icelandic Króna OverNight), sem eru vextir á ótryggðum innlánum hjá upplýsingaskyldum aðilum í viðskiptum í íslenskum krónum til einnar nætur (O/N), daglega frá 1. apríl 2022. Vextirnir eru reiknaðir út frá samningum sem fjármálafyrirtækin gera við viðskiptavini sína þegar tekið er við innstæðum á föstum kjörum í fastar tímalengdir. IKON vextir eru ólíkir REIBOR-vöxtum að því leyti að þeir byggja á raunverulegum viðskiptum en ekki á tilboðum líkt og REIBOR-vextirnir.
Nánari upplýsingar um vextina er að finna á svæði markaðsviðskipta.
IKON vextir | |
---|---|
12.09.2024 | 8,471% |
Sýna allt
Leiðrétting
Umsjón
Markaðsviðskipti| framlina@sedlabanki.is
Upplýsingar um vexti erlendis
Þar sem nokkuð hefur verið um fyrirspurnir til Seðlabanka Íslands um vexti erlendis og þá einkum um LIBOR-vexti, má sjá upplýsingar á heimasíðu International Exchange Benchmark Administration. Seðlabanki Íslands ber hins vegar enga ábyrgð á upplýsingum sem er að finna á slíkum vefsíðum eða notkun aðila á þeim auk þess sem minnt er á almennan fyrirvara um áreiðanleika upplýsinga á vefnum.
Ennfremur má nálgast skýringar á fleiri hugtökum á síðunni Hugtök og skýringar.