logo-for-printing

Álagspróf

Sviðsmyndir álagsprófs 2024

Seðlabanki Íslands framkvæmir árlega álagspróf sem er ætlað að meta viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu viðskiptabankanna gagnvart ímynduðu en hugsanlegu efnahagsáfalli. Í álagsprófinu er þróun útlánataps, hreinna vaxtatekna og annarra mikilvægra rekstrarþátta bankanna metin í áfallinu ásamt samandreginni niðurstöðu efnahags- og rekstrarreiknings þeirra. Mat þetta er byggt á tölfræðilegum aðferðum og sérfræðimati þegar við á. Um er að ræða kerfislegt álagspróf (e. macroprudential stress test) en í því felst að sérstaklega er litið til niðurstöðunnar fyrir bankakerfið í heild og hugsanlegs samspils við raunhagkerfið. Álagssviðsmyndin er sveiflutengd svo alvarleiki hennar er látinn aukast þegar sveiflutengd kerfisáhætta er talin aukast. Seðlabankinn birtir opinberlega helstu niðurstöður álagsprófsins í haustútgáfu Fjármálastöðugleika. Sviðsmyndir álagsprófsins eru einnig birtar sér og gefst öðrum aðilum því tækifæri til að nota þær í sínum eigin álagsprófum. 

Sviðsmyndir álagsprófs 2024

Tímaraðir 2024