logo-for-printing

Takmarkanir á fasteignalánum

Í lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, er Seðlabanka Íslands heimilt að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar að setja reglur sem takmarka veitingu fasteignalána til neytenda. Lögin kveða á um heimild til að beita þremur mismunandi þjóðhagsvarúðartækjum sem ætlað er að varðveita fjármálastöðugleika, treysta viðnámsþrótt lánveitenda og neytenda gagnvart ójafnvægi á fasteignamarkaði og draga úr kerfisáhættu til lengri tíma litið.

Virkar takmarkanir á fasteignalánum til neytenda

Hér að neðan er yfirlit yfir reglur sem settar hafa verið til að takmarka hámark veðsetningarhlutfalls nýrra fasteignalána í samræmi við 1. mgr. 25. gr. laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016. Rétt er að benda á að samkvæmt 2. mgr. 25. gr. sömu laga skal heimila aukið svigrúm í reglum til fjármögnunar kaupa á fyrstu fasteign neytenda. Reglurnar taka tillit til þess og leyfa hærra veðsetningarhlutfall ef um kaup á fyrstu fasteign er að ræða.Jafnframt hafa verið settar reglur um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda þegar nýtt fasteignalán er tekið í samræmi við 1. mgr. 27. gr. sömu laga. Reglurnar veita einnig aukið svigrúm til fjármögnunar kaupa á fyrstu fasteign eins og gert er ráð fyrir í 2. mgr. sömu lagagreinar.

Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls fasteignalána til neytenda eru endurskoðaðar reglulega með hliðsjón af þróun á íbúða- og lánamarkaði.

 

Takmarkanir Almennt Fyrstu kaupendur
Hámark veðsetningarhlutfalls 80% af markaðsverði fasteignar* 85% af markaðsverði fasteignar*
Hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda 35% af ráðstöfunartekjum** 40% af ráðstöfunartekjum**

* Virði fasteignar samkvæmt kaupsamningi eða samþykktu kauptilboði. Liggi kaupsamningur eða samþykkt kauptilboð ekki fyrir skal notast við fasteignamat eða brunabótamat Þjóðskrár Íslands eða verðmat löggilts fasteignasala, í samræmi við útlánareglur lánveitanda.

**Ráðstöfunartekjur eru skilgreindar sem væntar viðvarandi tekjur neytenda að frádregnum beinum sköttum og gjöldum. Við útreikning á greiðslubyrði fasteignalána skal miða við að lágmarki 5,5% vexti og að hámarki 40 ára lánstíma fyrir óverðtryggð lán en að lágmarki 3% vexti og að hámarki 25 ára lánstíma fyrir verðtryggð lán.

 

Sýna allt

  • Afstaða Seðlabankans varðandi veðsetningarhlutfall og skilmálabreytingar sökum greiðsluerfiðleika

  • Kaup á fyrstu fasteign samkvæmt reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda

Reglum um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda og reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána var breytt 22. febrúar 2024

Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda, nr. 216/2024
Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda, nr. 217/2024

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 22. febrúar 2024

 

Reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána var breytt 7. júní 2023

Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda, nr. 550/2023
Frétt vegna breytinga á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls

 

Reglum um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda og reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána var breytt 15. júní 2022

Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda, nr. 701/2022
Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda, nr. 702/2022

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 15. júní 2022

 

Reglur um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda voru settar 29. september 2021

Reglur um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 29. september 2021

 

Reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána var breytt 30. júní 2021

Reglur um hámarks veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 30. júní 2021

 

Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána voru fyrst settar 18. júlí 2017

Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda (ekki í gildi)
Greinargerð með reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda
Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins um framkvæmd reglna um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda
Álit fjármálastöðugleikaráðs