logo-for-printing

Skilasjóður

Skilavald Seðlabanka Íslands tekur ákvarðanir um greiðslur úr skilasjóði. Með setningu laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, var sérstakur skilasjóður stofnaður sem deild í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. Skilasjóðurinn mun standa straum af kostnaði vegna skilameðferðar fjármálafyrirtækja.

Sjóðnum er ætlað að ná lágmarksstærð, þ.e. 1% af tryggðum innstæðum, fyrir árslok 2027. Fyrstu tvö árin sem skilasjóðurinn er starfræktur verður hann fjármagnaður með því að færa 1,2 milljarðar kr., fyrir hvort ár, úr innstæðudeild Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta í sjóðinn. Framtíðarfyrirkomulag vegna fjármögnunar skilasjóðs verður ákvarðað með breytingum á lögum um skilameðferð. Lagabreytingarnar munu líklega koma til framkvæmda síðla árs 2021.