logo-for-printing

Skilasjóður

Skilasjóði er ætlað að standa straum af kostnaði vegna skilameðferðar fjármálafyrirtækja ef nauðsyn krefur. Sjóðurinn tryggir að skilameðferð geti farið fram á skilvirkan hátt við ýmsar sviðsmyndir og aðstæður. Sjóðurinn er deild í Tryggingarsjóði vegna fjármálafyrirtækja. Stjórn Tryggingarsjóðsins fer með umsýslu sjóðsins en skilavald Seðlabanka Íslands tekur ákvarðanir um greiðslur úr sjóðnum.

Skilasjóður var stofnaður með setningu laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 en endanleg ákvörðun um fyrirkomulag vegna fjármögnunar sjóðsins var tekin með setningu laga nr. 48/2022. Samkvæmt BRRD-tilskipuninni, tilskipun 2014/59/ESB um endurbætur og skilameðferð banka, ber hverju aðildarríki innan EES að sjá til þess að skilasjóðir ríkjanna nái 1% af tryggðum innstæðum fyrir árslok 2027. Skilasjóðurinn hér á landi er þegar fullfjármagnaður og uppfyllir því skyldur samkvæmt tilskipuninni. Heildareignir skilasjóðs voru um 29 milljarðar króna við árslok 2022.