logo-for-printing

Gjaldeyrisjöfnuður

Reglur nr. 784/2018 um gjaldeyrisjöfnuð tóku gildi 30. ágúst 2018. Reglurnar eru gefnar út á grundvelli 24. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sem kveður á um heimild Seðlabankans til að setja lánastofnunum reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Reglurnar leystu af hendi fyrri reglur um gjaldeyrisjöfnuð nr. 950 frá 6. desember 2010.

Markmiðið með reglunum er að takmarka gengisáhættu með því að koma í veg fyrir að gjaldeyrisjöfnuður lánastofnana fari fram úr tilteknum mörkum. Reglurnar taka til móðurfélags og samstæðu lánastofnana, þ.e. viðskiptabanka, sparisjóða og annarra stofnana og félaga sem hlotið hafa starfsleyfi, skv. 1.-4. tölul. 1. mrg. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 með síðari breytingum, nefnd einu nafni fjármálafyrirtæki í reglum um gjaldeyrisjöfnuð.

Skýrsluskil vegna gjaldeyrisjafnaðar fjármálafyrirtækja eru mánaðarleg en viðskiptavakar á millibankamarkaði með gjaldeyri skulu að auki skila daglega skýrslu um gjaldeyrisjöfnuð. Skýrslugjöf felur í sér sundurliðaðar upplýsingar um nústöðu erlendra eigna og skulda fjármálafyrirtækis sem og upplýsingar um framvirka stöðu erlendra eigna og skulda. 


Takmarkanir á gjaldeyrisjöfnuð Kerfislega mikilvægur eftirlitsskyldur aðili Lánastofnun sem ekki er kerfislega mikilvægur eftirlitsskyldur aðili
Opin gjaldeyrisstaða í hlutfalli af eiginfjárgrunni 10% 15%
Heildarjöfnuður í hlutfalli af eiginfjárgrunni 10% 15%
Þó aldrei hærri fjárhæð en 25 ma.kr. 25 ma.kr.