

Niðurstaða um brot Salt Pay IIB hf. gegn 1. mgr. 16. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hóf athugun í ágúst 2021 á því hvort SaltPay IIB hf. (félagið) hafi brotið gegn þeirri skyldu að starfrækja innri endurskoðunardeild í félaginu. Niðurstaða lá fyrir í mars sl.
Nánar
Hagvísar Seðlabanka Íslands birtir
Hagvísar Seðlabanka Íslands hafa verið birtir á vef bankans. Í þeim er ársfjórðungslegt yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.
Nánar
Hagvísar Seðlabanka Íslands 30. júní 2022
Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Fyrst og fremst er miðað við birtingu á vef bankans. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.
Nánar
Gagnvirkir Hagvísar og stafræn vegferð Seðlabankans
Hagvísar Seðlabanka Íslands eru gefnir út í dag í fyrsta sinn á gagnvirku formi. Með þessu er stigið tímamótaskref í stafrænni vegferð bankans í átt að bættri miðlun upplýsinga. Hagvísar voru fyrst gefnir út í upphafi árs 2002, þ.e. fyrir rúmlega tuttugu árum síðan, og hafa verið gefnir út í núverandi mynd síðan sumarið 2008 þar sem notendur hafa getað skoðað ritið á PDF-formi og sótt tímaraðir gagna í Excel-skjöl. Gagnvirkir Hagvísar eru framfaraskref sem gerir notendum þeirra kleift að vinna með gögn á aðgengilegri og auðveldari hátt en áður.
Nánar
Árleg skýrsla AGS um Ísland komin út
Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag. Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í maí síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.
Nánar