logo-for-printing

MREL-kröfur

Með hliðsjón af skilaáætlun fyrirtækis, þ.m.t. þeirri skilastefnu sem verður fyrir valinu, tekur skilavaldið ákvörðun um MREL-kröfur hvers fyrirtækis. MREL-kröfur fela í sér að fjármálafyrirtæki hafi yfir að ráða fjármagni sem tryggja að hægt verði að endurfjármagna fjármálafyrirtækið eða niðurfæra skuldir eða skuldbindingar eða umbreyta þeim í eigið fé, ef til falls kemur. Þeim fjármálafyrirtækjum sem ekki uppfylla skilyrði skilameðferðar fara í hefðbundna slitameðferð í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki og verður einungs gert að uppfylla almennar eiginfjárkröfur fjármálafyrirtækja.

MREL-kröfum er þannig ætlað að tryggja að hægt verði að beita eftirgjöf, þannig að í stað þess að fallin fjármálafyrirtæki verði endurfjármögnuð með ríkisaðstoð (e. bail-out) verði fjármagni lánardrottna þeirra varið til þess (e. bail-in). Krafan hefur einnig annað markmið, sem er að sjá til þess að tapþol (e. loss absorbency) fjármálafyrirtækja sé fullnægjandi.

Fjallað er um MREL-kröfur fjármálafyrirtækja í MREL-stefnu Seðlabanka Íslands.