logo-for-printing

Kannanir

Ýmsar kannanir og rannsóknir eru framkvæmdar af Seðlabanka Íslands til að öðlast betri sýn á innlenda fjármálamarkaði. Tvær kannanir eru framkvæmdar og birtar ársfjórðungslega; könnun á væntingum aðila á fjármálamörkuðum til ýmissa hagstærða og könnun meðal viðskiptabanka um þróun á framboði og eftirspurn lánsfjár. Niðurstöður þessara kannana nýtast Seðlabankanum við að sinna lögbundnum verkefnum sínum og í rannsóknum.

 

Markaðskönnun

 Frá árinu 2012 hefur Seðlabankinn framkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila. Könnunin er framkvæmd fjórum sinnum á ári, fyrir hverja útgáfu Peningamála, og spyr um væntingar til ýmissa hagstærða, þ.m.t. verðbólgu og vaxta.

Útlánakönnun

Árið 2022 byrjaði Seðlabankinn að framkvæma ársfjórðungslega útlánakönnun meðal viðskiptabankanna fjögurra. Spurt er um mat þeirra á þróun framboðs og eftirspurnar lánsfjár og þeirra þátta sem höfðu ráðandi áhrif á framboð á síðustu þremur mánuðum og væntingar þeirra um horfur næstu sex mánuði.