logo-for-printing

Veðhæf verðbréf

Mótaðilar Seðlabanka Íslands í viðskiptum og þátttakendur í millibankagreiðslukerfi Seðlabankans geta lagt fram tryggingar í verðbréfum; annars vegar vegna heimilda í greiðslukerfum og hins vegar sem tryggingu fyrir veðlánum, þegar þau eru í boði.

Um tryggingar sem teljast hæfar til tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann, gilda reglur nr. 1200/2019 með seinni breytingum.

Um uppgjörstryggingar í formi verðbréfa, vegna þátttöku í greiðslukerfum, fer samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um millibankagreiðslukerfi Seðlabankans, þ.e. reglum nr. 1030/2020.

Seðlabankinn áskilur sér fullan rétt til að endurskoða ákvörðun um veðhæfi flokka í ljósi aðstæðna hverju sinni.

Veðhæf bréf í viðskiptum og greiðslukerfum (Uppfært vikulega)

Veðhæfir flokkar (CSV skrá)

 

Mat á verðmæti verðbréfa

Við mat á verðmæti verðbréfa sem fjárhagslegrar tryggingarráðstöfunar vegna viðskipta við Seðlabankann og þátttöku í greiðslukerfum skal nota frádrag frá viðmiðunarverði samkvæmt meðfylgjandi töflu: 

Frádrag frá viðmiðunarverði*



< 2ár

2ár < 5 ár

5 ár >
Verðbréf og víxlar gefnir út af ríkissjóði

1%

3%

5%

Verðbréf með ríkisábyrgð
 1% 3%  5%
Sértryggð skuldabréf** 

6%

8%

10%

Önnur verðbréf

8%

10%

12%

 Skuldabréfasöfn fjármálafyrirtækja
 30%  30%  30%
 Stuðningslán
 1%  1%  1%
 Bundin innlán í greiðslukerfum***
 1%  1%  1%

*Engin viðskiptavakt með skuldabréf bætist við auka 5% frádrag

**Þegar eigin bréf eru notuð bætist við 5% álag

***Bundin innlán í greiðslukerfum má aðeins nota fyrir lágmarksheimild.

 

Ef nauðsyn krefur, t.d. vegna markaðsaðstæðna, getur Seðlabankinn beitt frekara frádragi. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að hafna umsókn um viðskipti náist ekki samkomulag um verðmat trygginga.