logo-for-printing

Þjónustuvefur

Þjónustuvefur Seðlabanka Íslands hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við móttöku gagna hjá Seðlabankanum. Þjónustuvefnum er ætlað að sinna tvíþættu hlutverki. Annars vegar að taka á móti reglubundnum gagnaskilum frá skilaaðilum og eftirlitsskyldum aðilum í gegnum gagnaskilakerfi og hins vegar að taka á móti öðrum gagnasendingum fyrir Fjármálaeftirlit Seðlabankans (Fjármálaeftirlitið) og Seðlabankann, svo sem eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum í gegnum þjónustugátt.

 

Gagnaskilakerfi

Öll reglubundin gagnaskil til Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins fara fram rafrænt í gegnum gagnaskilakerfið. Einnig hægt að beintengja tölvukerfi skilaaðila við vefþjónustur
Seðlabankans og skila gögnum með sjálfvirkum hætti. Innskráning í gagnaskilakerfið er með rafrænum skilríkjum.

Notendahandbók

Vefþjónustuleiðbeiningar

Kynning á gagnaskilakerfi

Þjónustugátt

Seðlabankinn tekur á móti öðrum gagnasendingum, svo sem eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum í gegnum þjónustugátt. Innskráning í þjónustugáttina er með rafrænum skilríkjum. Athugið að þjónustugáttin er einungis aðgengileg á Íslandi. Nánari upplýsingar um þjónustugátt og innskráningu er að finna á vef Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. 

Nánar um þjónustugátt

 

Kynning á gagnaskilakerfi Seðlabanka Íslands