logo-for-printing

Seðlar og mynt

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á að gefa út seðla og mynt á Íslandi, líkt og seðlabankar í flestum löndum. Þegar Seðlabankinn var stofnaður árið 1961 hlaut hann einkarétt til þess að gefa út seðla, en árið 1967 færðist rétturinn til útgáfu á mynt frá ríkissjóði til Seðlabankans. Saga seðla- og myntútgáfu á Íslandi er þó mun lengri. 

 500 króna seðill1000 króna seðill2000 króna seðill5 þúsund króna seðill10 þúsund króna seðill
Ein krónaFimm krónurTíu krónurFimmtíu krónurHundrað krónur 

Alls eru fimm fjárhæðir í seðlum og fimm fjárhæðir í mynt í gildi sem lögeyrir á Íslandi. 
Eftirtalinn lögeyrir er í gildi á Íslandi: Seðlar að fjárhæð kr. 10.000, 5.000, 2.000, 1.000 og 500, og mynt að fjárhæð kr. 100, 50, 10, 5 og 1.


Seðlarnir eru hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. Myntin er hönnuð af Þresti Magnússyni.

Undirskrift bankastjóra er á hverjum seðli. Á öllum seðlum er vatnsmerki með andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni, fyrrum forseta Alþingis. Seðlar og mynt eru ávísun á verðmæti og greiða þannig fyrir viðskiptum. Peningar eru þannig nauðsynlegur þáttur í nútímahagkerfi, þótt ýmis önnur greiðsluform hafi komið til sögunnar. Að jafnaði er talað um að peningar gegni þrenns konar hlutverki. Þeir eru greiðslumiðill, þ.e. greiða fyrir viðskiptum. Þá eru þeir geymslumiðill, þ.e. hægt er að geyma verðmæti í peningum. Í þriðja lagi eru peningar mælieining, þ.e. með þeim er mælt verðmæti hluta.

Sjá einnig þessa tengla: 

  • Opinber gjaldmiðill á Íslandi - 2. útg. október 2002 (Myntrit 3)
    Ath.: Á bls. 66-68 í ritinu er nefnd samstæðan „Íslensk mynt árið 2001“. Þar á að standa „Íslensk mynt árið 2000“.