logo-for-printing

Verðbólguvæntingar á mismunandi mælikvarða

Hugmyndir fólks um verðþróun á vöru og þjónustu í framtíðinni hafa mikil áhrif á það hvernig verðbólga þróast. Það er vegna þess að væntingar um verðþróun hafa m.a. áhrif á launakröfur fólks og ákvarðanir fyrirtækja um söluverð vöru og þjónustu. Af þeirri ástæðu fylgist Seðlabankinn grannt með væntingum almennings og fyrirtækja um verðbólgu. Mikilvægt er að peningastefnan stuðli að því að væntingar um verðbólgu séu í samræmi við verðbólgumarkmið bankans, einkum til langs tíma, en það stuðlar að efnahagslegum stöðugleika. Helstu mælikvarðar sem horft er til eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila ásamt verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði.
Taflan og skjölin hér að neðan sýna verðbólguvæntingar á þessa mælikvarða, bæði til skamms og lengri tíma. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru fengnar úr könnunum sem Gallup framkvæmir ársfjórðungslega fyrir Seðlabankann.* Seðlabankinn hefur framkvæmir ársfjórðungslega könnun á væntingum markaðsaðila frá árinu 2012 þar sem væntingar þeirra til helstu hagstærða eru kannaðar, þ.m.t. verðbólgu. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði er reiknað út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa. Við túlkun þess þarf að hafa í huga að það inniheldur einnig áhættuálag sem tengist m.a. seljanleika bréfanna og óvissu um framtíðarþróun vaxta og verðbólgu.

* Í fyrirtækjakönnuninni er einnig spurt almennt um stöðu og horfur fyrirtækja og er hún gerð í samstarfi við Samtök atvinnulífsins.

Verðbólguvæntingar (%)1

1 árs 2. ársfj. 2024 1. ársfj. 2024 2. ársfj. 2023
Fyrirtæki 5,0 5,0 7,5
Heimili 6,0 6,0 9,5
Markaðsaðilar 4,6 5,3 6,3
Verðbólguálag - 5,7 7,9
2 ára 2. ársfj. 2024 1. ársfj. 2024 2. ársfj. 2023
Fyrirtæki 4,0 4,0 5,0
Heimili 5,0 5,0 7,0
Markaðsaðilar 4,0 4,4 4,5
Verðbólguálag - 4,9 6,7
5 ára 2. ársfj. 2024 1. ársfj. 2024 2. ársfj. 2023
Fyrirtæki 4,0 4,0 5,0
Heimili 5,0 5,0 6,0
Markaðsaðilar 3,8 4,1 4,0
Verðbólguálag - 4,1 5,0
10 ára 2. ársfj. 2024 1. ársfj. 2024 2. ársfj. 2023
Markaðsaðilar 3,5 3,8 3,5
Verðbólguálag - 3,8 4,0

1. Nýjustu kannanir Gallup á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila voru framkvæmdar í júní 2024. Nýjasta könnun Seðlabankans á væntingum markaðsaðila var framkvæmd í maí 2024. Miðað er við miðgildi svara. Ekki er spurt um tíu ára verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja. Verðbólguvæntingar markaðsaðila verða næst birtar 16. ágúst. Verðbólguálagið er uppfært í lok hvers ársfjórðungs.

Verðbólguvæntingar á mismunandi mælikvarða Birt 18. júní 2024

Væntingar markaðsaðila - annar ársfjórðungur 2024 Birt 2. maí 2024