logo-for-printing

Erlend staða þjóðarbúsins

02. mars

4. ársfjórðungur 2021

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.299 ma.kr. eða 40,2% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 45 ma.kr. eða 1,4% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 5.099 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.801 ma.kr. Á fjórðungnum lækkaði staðan um 51 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkuðu um 18 ma.kr. vegna þeirra og skuldir um 70 ma.kr. Virði eigna hækkaði á ársfjórðungnum um 123 ma.kr. vegna gengis- og verðbreytinga en skuldir lækkuðu um 27 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar bættu því hreina erlenda stöðu um 150 ma.kr. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um tæp 7% milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði hækkaði um 2%. Gengi krónunnar hækkaði um 1,1% miðað við gengisskráningarvog.

Tafla með gjaldmiðlaskiptingu sem birt var 2. mars var leiðrétt 7. mars. Fyrri tafla innihélt ranga gjaldmiðlaskiptingu á eignum og skuldum í beinni fjárfestingu í lok árs 2021. Leiðréttingin hafði ekki áhrif á samtölur eða aðrar tölur tengdar erlendri stöðu þjóðarbúsins.


Næsta birting: 01. júní 2022


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | adstod@sedlabanki.is