
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir
https://sedlabanki.is/?pageid=3ac92fba-fd5d-11e4-93fd-005056bc2afe&newsid=d82353fb-c4aa-11ec-9ba2-005056bccf91
27. apríl
Mars 2022
Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.277 ma.kr. og hækkuðu um 15,5 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 192,8 ma.kr. og hækkuðu um 5,1 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 572,8 ma.kr. og hækkuðu um 32 m.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 511,4 ma.kr. og hækkuðu um 10,3 ma.kr.
Frá desember 2020 hefur eign í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verið hærri en eign í skuldabréfum og var hún 116,4 ma.kr. hærri í lok mars. Hefur eignin frá desember 2020 hækkað um 45% og nam í lok mars 43% af heildareignum.
Átta sjóðir bættust við í mánuðinum og átta sjóðum var slitið. Fjöldi sjóða í lok mars var því sá sami og í fyrra mánuði eða 224 sem skiptast í 37 verðbréfasjóði, 68 fjárfestingarsjóði og 119 fagfjárfestasjóði.
Frá desember 2020 hefur eign í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verið hærri en eign í skuldabréfum og var hún 116,4 ma.kr. hærri í lok mars. Hefur eignin frá desember 2020 hækkað um 45% og nam í lok mars 43% af heildareignum.
Átta sjóðir bættust við í mánuðinum og átta sjóðum var slitið. Fjöldi sjóða í lok mars var því sá sami og í fyrra mánuði eða 224 sem skiptast í 37 verðbréfasjóði, 68 fjárfestingarsjóði og 119 fagfjárfestasjóði.
Næsta birting:
27.
maí 2022
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni