
Erlend staða þjóðarbúsins
https://sedlabanki.is/?pageid=3ac92fba-fd5d-11e4-93fd-005056bc2afe&newsid=9d48a98b-70b9-11ed-9ba9-005056bccf91
01. desember
3. ársfjórðungur 2022
Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 863 ma.kr. eða 23,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 60 ma.kr. eða 1,6% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.875 ma.kr. í lok árs-fjórðungsins en skuldir 4.011 ma.kr. Á fjórðungnum batnaði staðan um 62 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkuðu um 194 ma.kr. og skuldir um 132 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar hækkuðu virði eigna á ársfjórðungnum um 89 ma.kr. og skulda um 96 ma.kr. og leiddu því til 7 ma.kr. lakari hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar lækkaði um 1,7% miðað við gengisskráningar-vog en á móti kom að verð á erlendum verðbréfamörkuðum lækkaði um 6,5% milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 7,1%.
Næsta birting:
02.
mars 2023
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni