logo-for-printing

Erlend staða þjóðarbúsins

02. mars

4. ársfjórðungur 2022

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 910 ma.kr. eða 24,2% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 91 ma.kr. eða 2,4% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 5.021 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.111 ma.kr. Á fjórðungnum batnaði staðan um 14 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir lækkuðu um 56 ma.kr. og skuldir um 70 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar hækkuðu virði eigna á ársfjórðungnum um 219 ma.kr. og skulda um 119 ma.kr. og leiddu því til 100 ma.kr. betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar lækkaði um 5,5% miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um 8,9% milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 1%.


Næsta birting: 01. júní 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is