logo-for-printing

Efnahagur Seðlabanka Íslands

07. mars

Febrúar 2023

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 872,0 ma.kr. í lok febrúar og lækkuðu um 5,1 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar eignir námu 35,2 ma.kr. og lækkuðu um 566 m.kr. og erlendar eignir námu 836,9 ma.kr. og lækkuðu um 4,6 ma.kr.
Skuldir Seðlabanka Íslands námu 756,8 ma.kr. í lok febrúar og lækkuðu um 1,5 ma.kr. milli mánaða. Innlendar skuldir námu 674,2 ma.kr. og lækkuðu um 1,4 ma.kr. og erlendar skuldir námu tæplega 82,6 ma.kr. og lækkuðu um 39 m.kr.
Staða gjaldeyrisforðans nam 836,7 ma.kr. og lækkaði um 4,6 ma.kr. í febrúar.


Næsta birting: 12. apríl 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is