logo-for-printing

Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja

07. mars

4. ársfjórðungur 2022

Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á 4. ársfjórðungi 2022 nam 19.097,5 ma. kr. og hafði hækkað um 287,5 ma. kr. frá 3. ársfjórðungi 2022. Helstu breytingar voru þær að hlutafjáreign og annað eigið fé hækkaði um 205,2 ma.kr. og útlán um 133,9 ma.kr. Heildarskuldir fjármálafyrirtækja námu 19.272,7 ma.kr. og hækkuðu um 289,4 ma.kr. á ársfjórðungnum. Helstu breytingar voru þær hlutafé og annað eigið fé hækkaði um 98,6 ma.kr. og vátryggingaskuld hækkaði um 200,8 ma.kr. Nettó fjármunaeign fjármálafyrirtækja á 4. ársfjórðungi 2022 var neikvæð um 175,3 ma.kr.

Staða á útlánum fjármálafyrirtækja til heimila í lok 4. ársfjórðungs 2022 var 2.899,4 ma.kr. þar af námu skuldir heimila með veði í íbúð 2.415,7 ma.kr. Staða á útlánum fjármálafyrirtækja til fyrirtækja í lok 4. ársfjórðungs 2022 var 2.320 ma.kr. að teknu tilliti til niðurfærslna. Eign fjármálafyrirtækja í markaðsskuldabréfum fyrirtækja nam 481,3 ma.kr.
Fjármálareikningar eru birtir sem heildar efnahagsyfirlit fjármálafyrirtækja en einnig eru birtar töflur sem skipta þeim niður annars vegar eftir tegundum fjármálafyrirtækja og hins vegar eftir mótaðilum.

Tímaraðir eru birtar fyrir heildina og einnig skiptar niður eftir tegundum fyrirtækja. Til viðbótar eru birtar tímaraðir með skuldum fyrirtækja við fjármálafyrirtæki, annars vegar skipt eftir lánveitendum og hins vegar eftir tegundum lána. Einnig eru birtar tímaraðir með eign fjármálafyrirtækja á skuldabréfum útgefnum af atvinnufyrirtækjum. Tímaröðum með skuldum heimila við fjármálafyrirtæki er skipt eftir lánveitendum og tegundum lána. Einnig er birt tímaröð um skuldir heimila með veði í íbúð sundurliðað eftir tegundum lána.

Fjármálareikningar eru unnir samkvæmt aðferðafræði sem byggir á þjóðhagsreikningastaðli Evrópusambandsins (ESA2010) og staðli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um hagtölur peninga- og fjármála.

Hagstofa Íslands birtir fjármálareikninga fyrir allt hagkerfið á vefsíðu sinni.

Fjármálareikningar á vefsíðu Hagstofunnar.


Næsta birting: 06. júní 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is