logo-for-printing

Erlend staða þjóðarbúsins

04. september

2. ársfjórðungur 2023

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.158 ma.kr. eða 28,8% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 173 ma.kr. eða 4,3% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 5.193 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.035 ma.kr. Á fjórðungnum versnaði staðan um 11 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir lækkuðu um 89 ma.kr. og skuldir um 77 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar hækkuðu virði eigna á ársfjórðungnum um 113 ma.kr. en skuldir lækkuðu um 35 ma.kr. og leiddu því til 148 ma.kr. betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar lækkaði um 0,1% miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um 6% milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkaði um 10,4%.

Endurskoðun hagtalna
Hagtölur hafa verið endurskoðaðar frá fyrsta ársfjórðungi 2019. Um reglulega endurskoðun samkvæmt endurskoðunaráætlun er að ræða . Mest áhrif hafa nýjar tölur úr árlegu úrtaki Seðlabankans í beinni fjárfestingu. Einnig eru teknar inn endurskoðaðar tölur um vöru- og þjónustuviðskipti sem Hagstofa Íslands birti í síðasta mánuði. Áhrifa endurskoðunarinnar gætir helst árin 2021 og 2022 en mun minna árin 2020 og 2019. Aukin halli á viðskiptajöfnuði frá síðustu birtingu skýrist meðal annars af auknum gjöldum sem falla undir endurfjárfestingu í beinni fjárfestingu um sem nemur 19,5 ma.kr. árið 2021 og 26,4 ma.kr. árið 2022. Það skýrist af bættri rekstrarafkomu innlendra fyrirtækja í erlendri eigu sem og tekjufærslu móðurfélaga samkvæmt hlutdeildaraðferð. Á móti vegur að endurskoðun vöru- og þjónustuviðskipta fyrir árið 2022 leiðir til hærri tekna sem nemur 12,2 ma.kr. Lakari erlend staða þjóðarbúsins fyrir sömu ár má einnig rekja til beinnar fjárfestingar.



Næsta birting: 01. desember 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is