logo-for-printing

Tryggingafélög

18. september

Júlí 2023

Heildareignir vátryggingafélaga í lok júlí námu 305,1 ma.kr. Af heildareignum námu eignir skaðatryggingafélaga 286,4 ma.kr. og eignir líftryggingafélaga 18,7 ma.kr.
Innlendar eignir vátryggingafélaga námu 258 ma.kr. og erlendar eignir námu 47,2 ma.kr.

Innlendar skuldir félaganna námu 128,3 ma.kr. en þar af námu vátrygginga- og lífeyrisskuldir 113,6 ma.kr. Erlendar skuldir vátryggingafélaga námu 320 m.kr.

Í lok júlí nam eigið fé tryggingafélaga 176,8 ma.kr. og hækkaði um 3,7 ma.kr. á milli mánaða.

Vegna innleiðingar á IFRS 17 reikningsskilastaðli í uppgjöri tryggingafélaga er brot í tímaröðum um iðgjaldakröfur og iðgjaldaskuld í janúar 2023. Gögn frá janúar – júní hafa verið endurunnin m.t.t. til IFRS 17 og eru nú endurbirt.


Næsta birting: 17. október 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is