logo-for-printing

Efnahagur Seðlabanka Íslands

07. nóvember

Október 2023

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 808,2 ma.kr. í lok október og hækkuðu um 10,1 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar eignir námu 35,3 ma.kr. og hækkuðu um 296 m.kr. og erlendar eignir námu 772,9 ma.kr. og hækkuðu um 9,8 ma.kr.

Skuldir Seðlabanka Íslands námu 716,4 ma.kr. og hækkuðu um 806 m.kr. á milli mánaða. Innlendar skuldir námu 637,3 ma.kr. og hækkuðu um 3,9 ma.kr. og erlendar skuldir námu 79,1 ma.kr. og lækkuðu um 3,1 ma.kr.

Staða gjaldeyrisforðans nam 772,8 ma.kr. og hækkaði um 9,8 ma.kr. í október.


Næsta birting: 07. desember 2023


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is