logo-for-printing

Greiðslumiðlun

16. nóvember

Október 2023

Heildarvelta innlendra greiðslukorta var 110,5 ma.kr. í október sl. og skiptist þannig að velta debetkorta var 47,6 ma.kr en velta kreditkorta var 62,9 ma.kr.

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands í október sl. nam 85,6 ma.kr. sem er aukning um 1,8 ma.kr. miðað við október á síðasta ári. Skiptist veltan þannig að velta debetkorta var 37,8 ma.kr en velta kreditkorta var 47,7 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 22,3 ma.kr. í október sl. sem er 1,3 ma.kr minni velta miðað við október 2022.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í október 2023 var 26,2 ma.kr. sem jafngildir 5,5 ma.kr. hærri veltu miðað við október árið 2022.

Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði 2020 er innlend debetkortavelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í kortaveltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.Næsta birting: 15. desember 2023


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is