logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

05. mars

4. ársfjórðungur 2023

Á fjórða ársfjórðungi 2023 var 28,6 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 107,1 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 0,3 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2022. Halli á vöruskiptajöfnuði var 77,5 ma.kr. en 28,5 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 34 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 13,5 ma.kr. halla. Afgangur á viðskiptajöfnuði fyrir árið 2023 í heild nam 41,4 ma.kr. samanborið við 65,2 ma.kr. halla árið á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 290,6 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 288,3 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 94,8 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 51,2 ma.kr. halla.

Tímaraðir greiðslujafnaðar voru endurbirtar 22. mars vegna endurskoðunar á tölum um vöruútflutning, frumþáttatekjur og fjármagnsjöfnuð árið 2020. Viðskiptajöfnuður fyrir árið 2020 í heild nemur 30,8 ma.kr en var 26,2 ma.kr. í áður birtum tölum.


Næsta birting: 04. júní 2024


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is