logo-for-printing

Efnahagur Seðlabanka Íslands

07. júní

Maí 2024

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 949,3 ma.kr. í lok maí og hækkuðu um 2,8 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar eignir námu 35,2 ma.kr. og hækkuðu um 599 m.kr. og erlendar eignir námu 914,1 ma.kr. og hækkuðu um 2,2 ma.kr.
Skuldir Seðlabanka Íslands námu 861,7 ma.kr. og hækkuðu um 10,5 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar skuldir námu 783,4 ma.kr. og hækkuðu um 14 ma.kr. og erlendar skuldir námu 78,2 ma.kr. og lækkuðu um 3,5 ma.kr.
Staða gjaldeyrisforðans nam 913,9 ma.kr. og hækkaði um 2,2 ma.kr. í maí.


Næsta birting: 05. júlí 2024


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is