logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

04. júní

1. ársfjórðungur 2024


Á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 35,9 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 6,8 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 21,3 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2023. Halli á vöruskiptajöfnuði var 55,7 ma.kr. en 13 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 18,3 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 11,5 ma.kr. halla.

Tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd sem birtar voru 4. júní sl. voru leiðréttar, 14. júní. Leiðréttingin varðar einn af undirliðum viðskiptajafnaðar, það er frumþáttatekjur á fyrsta ársfjórðungi 2024. Leiðréttingin hefur áhrif á halla á viðskiptajöfnuði við útlönd. Samkvæmt nýjum tölum er halli á viðskiptajöfnuði um 4,9 ma.kr. minni en áður var birt. Leiðrétt nemur halli á viðskiptajöfnuði við útlönd því um 35,9 ma.kr. en var áður 40,8 ma.kr.


Næsta birting: 03. september 2024


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is