Erlend staða þjóðarbúsins
https://sedlabanki.is/?pageid=3ac92fba-fd5d-11e4-93fd-005056bc2afe&newsid=358ce4b4-6938-11ef-9bbe-005056bccf91
03. september
2. ársfjórðungur 2024
Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.705 ma.kr. eða 38,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) og versnaði um 47 ma.kr. eða 1,1% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 6.173 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.468 ma.kr. Á fjórðungnum versnaði staðan um 40 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta. Erlendar eignir lækkuðu um 132 ma.kr. og skuldir um 92 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar hækkuðu virði eigna á ársfjórðungnum um 19 ma.kr. og lækkuðu virði skulda um 6 ma.kr. og leiddu því til 24 ma.kr. betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hækkaði um tæp 0,3% miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um 2,2% milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkaði um 3,3%.
Næsta birting:
03.
desember 2024
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni