logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

27. september

Ágúst 2024

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.280,2 ma.kr. í ágúst og hækkuðu um 10,5 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 153,7 ma.kr. og hækkuðu um 1,7 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 510,5 ma.kr. og hækkuðu um 11,1 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 615,9 ma.kr. og lækkuðu um 2,3 ma.kr.

Fjöldi sjóða í lok ágúst var 240 sem skiptist í 37 verðbréfasjóði, 77 fjárfestingarsjóði og 126 fagfjárfestasjóði.

Efnahagsyfirlit sjóða. Frestun á birtingu gagna vegna september 2024.
Vegna breytinga á gagnasöfnun, úrvinnslu og birtingu á hagtölum sjóða verður birtingu frestað til 30. október næstkomandi.



Næsta birting: 30. október 2024


Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is