Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir
30. október
September 2024
Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.289,5 ma.kr. í september og hækkuðu um 9,3 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 153,9 ma.kr. og hækkuðu um 0,2 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 516,6 ma.kr. og hækkuðu um 6,0 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 619,0 ma.kr. og hækkuðu um 3,0 ma.kr.
Fjöldi sjóða í lok september var 242 sem skiptist í 37 verðbréfasjóði, 77 fjárfestingarsjóði og 128 fagfjárfestasjóði.
Vegna breytinga á gagnasöfnun og úrvinnslu gagna er uppsetning á efnahagsyfirlitinu lítillega breytt. Efnahagsliðum er raðað á annan hátt, eldri gögn hafa verið endurflokkuð í samræmi við nýtt vinnulag og aukin sundurliðun er á veittum lánum sjóða til atvinnufyrirtækja.
Næsta birting:
27.
nóvember 2024
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni