logo-for-printing

Raungengi

08. janúar

Desember 2024

Vísitala raungengis íslensku krónunnar var 96,2 stig í desember sl., hækkaði um 1,7% miðað við mánuðinn þar á undan. Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var 5,8% hærri í desember sl. samanborið við sama mánuð árið 2023.

Á fjórða ársfjórðungi ársins 2024 var vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags 95,4 stig (2005=100) sem er 2,6% hækkun miðað við þriðja ársfjórðung 2024.

Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar var 96,0 stig (2005=100) á þriðja ársfjórðungi 2024, lækkaði um 1,2% miðað við annan ársfjórðung 2024. (vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar á fjórða ársfjórðungi 2024 verður birt í byrjun mars n.k. þegar gögn þar að lútandi verða tiltæk).


Næsta birting: 07. febrúar 2025

Umsjón

Gagnamál | adstod@sedlabanki.is
Hagfræði og peningastefna | raungengi@sedlabanki.is