logo-for-printing

08. desember 2000

Greiðslujöfnuður við útlönd janúar-september 2000

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 46,2 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 33,6 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Á fjármagnsjöfnuði mældist hreint fjárinnstreymi 50,8 milljarðar króna á tímabilinu janúar-september 2000 og skýrist það af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum. Af einstökum undirliðum fjármagnsjafnaðar má nefna að fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa og beinna fjárfestinga nam 58,8 milljörðum króna. Á þriðja ársfjórðungi 2000 nam viðskiptahallinn 12,3 milljörðum króna samanborið við 11 milljarða króna halla á sama tímabili árið áður.

Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningsverðmæti vöru og þjónustu  um 12,7% frá sama tíma í fyrra en verðmæti innflutnings um 17,7% Breyting á verðmæti inn- og útflutnings er reiknuð á föstu gengi.. Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum var 11,4 milljörðum króna meiri á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Hallinn á þáttatekjum og rekstrarframlögum Þáttatekjur eru laun, vextir og arðgreiðslur, en rekstrarframlög eru greiðslur til alþjóðastofnana og þróunaraðstoð, gjafir, styrkir, skattar o.fl., nettó, var 13,9 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 12,2 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Hækkunin stafar af erlendri skuldaaukningu og vaxtahækkunum á erlendum lánamörkuðum.

Greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna

   

III. ársfjórðungur

   

Janúar-september

 

1999

2000

 

1999

2000

Viðskiptajöfnuður

-11,0

-12,3

 

-33,6

-46,2

Útflutningur vöru og þjónustu

57,0

68,7

 

159,5

175,6

Innflutningur vöru og þjónustu

-64,5

-76,2

 

-180,9

-208,0

Þáttatekjur og framlög, nettó

-3,4

-4,8

 

-12,2

-13,9

Fjármagnsjöfnuður

28,1

9,5

 

51,9

50,8

Hreyfingar án forða

32,3

9,8

 

56,9

47,9

Gjaldeyrisforði (- aukning)

-4,3

-0,3

 

-5,0

3,2

Skekkjur og vantalið nettó

-17,1

2,8

 

-18,3

-4,6

 

Erlendar skuldir þjóðarinnar voru um 402 milljarðar króna umfram erlendar eignir í lok september sl. Hrein skuldastaða versnaði um 93 milljarða króna frá ársbyrjun og hækkaði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 50% í 59%. Helsta skýringin á hækkun erlendra skulda umfram viðskiptahalla er gengislækkun krónunnar og hækkun á gengi Bandaríkjadals á þessu ári. Á meðfylgjandi yfirlitum eru ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabankans í síma 569-9600.

Tafla yfir greiðslujöfnuð við útlönd

Tafla yfir erlenda stöðu þjóðarbúsins

 

Nr. 29/2000
8. desember 2000

 

 

Til baka