Leiðréttur greiðslujöfnuður og erlend staða þjóðarbúsins
Vegna mistaka við uppgjör erlendra lána þarf að leiðrétta fréttatilkynningu nr. 6/2003 um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins 2002. Við þessa leiðréttingu lækka erlendar skuldir um 18,3 milljarða króna og batnar hrein staða þjóðarbúsins samsvarandi. Erlendar skuldir námu 544,4 milljörðum króna umfram eignir í árslok 2002. Skuldahlutföll lækka hlutfallslega við áætlaða landsframleiðslu ársins og reiknast hrein staða þjóðarbúsins neikvæð um 75% af VLF 2002 samanborið við 76% í árslok 2001.
Jöfnuður þáttatekna batnar vegna minni vaxtagreiðslna af erlendum skuldum. Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd verður því heldur meiri en áður var talið, eða 1,8 milljarðar króna. Fjármagnsjöfnuður breytist einnig þar sem erlendar lántökur hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga lækka en fjárinnstreymi eykst í heild vegna minni endurgreiðslna af erlendum lánum innlánsstofnana en áður var talið.
Greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna
|
Október- |
desember |
|
Janúar- |
desember |
|
2001 |
2002 |
|
2001 |
2002 |
Viðskiptajöfnuður |
6,9 |
-0,6 |
|
-29,0 |
1,8 |
Útflutningur vöru og þjónustu |
82,7 |
72,1 |
|
303,6 |
307,3 |
Innflutningur vöru og þjónustu |
-73,5 |
-71,1 |
|
-307,3 |
-293,5 |
Þáttatekjur og framlög, nettó |
-2,3 |
-1,5 |
|
-25,4 |
-12,1 |
Fjármagnsjöfnuður |
3,9 |
2,9 |
|
32,0 |
1,7 |
Hreyfingar án forða |
2,6 |
-8,0 |
|
26,8 |
7,5 |
Gjaldeyrisforði (- aukning) |
1,3 |
11,0 |
|
4,8 |
-5,7 |
Skekkjur og vantalið nettó |
-10,8 |
-2,4 |
|
-3,0 |
-3,5 |
Leiðréttar upplýsingar um greiðslujöfnuðinn við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins er að finna í meðfylgjandi töflum og í hagtölum á heimasíðu Seðlabankans.
Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Fréttin í heild ásamt meðfylgjandi töflum (pdf-skjal, 434 kb)