Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum
Fyrsti kafli hér að neðan um dráttarvexti er birtur samkvæmt 2. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, og gilda dráttarvextir sem þar eru sýndir í sex mánuði í senn frá 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Annar kafli um almenna vexti er birtur samkvæmt 2. mgr. 10. gr., sbr. 4. og 8. gr. sömu laga og þriðji kafli samkvæmt bráðabirgðaákvæði III í sömu lögum og gilda vextir samkvæmt II. og III. kafla næsta almanaksmánuðinn eða uns næsta tilkynning birtist.
Vextir sem breytast eru merktir með stjörnu (*). Innan sviga eru sýndir vextir fyrir breytingu.
I. Dráttarvextir af peningakröfum í krónum - Vextir alls á ári frá og með 1. maí 2003.
1. | Grunnur dráttarvaxta1 | 5,8% |
2. | Vanefndaálag2 | 11,7% |
3. | Dráttarvextir3 | 17,5% |
II. Almennir vextir
1. | Vextir óverðtryggðra lána skv. 4.gr.4 | 8,5% |
2. | Vextir verðtryggðra lána skv. 4.gr.4 | 6,7% |
3. | Vextir af skaðabótakröfum5 | 5,7% |
III. Dráttarvextir af peningakröfum í erlendri mynt 6
1. | Bandaríkjadollurum | 5,5% |
2. | Sterlingspundum | 7,5% |
3. | Dönskum krónum | 6,5% |
4. | Norskum krónum | 9,0% |
5. | Sænskum krónum | 7,0% |
6. | Svissneskum frönkum | 5,5% |
7. | Japönskum jenum | 5,0% |
8. | Evrum7 | 6,0% |
Um leið og tilkynning þessi öðlast gildi 1. maí 2003, fellur úr gildi tilkynning nr. 3/2003 dags. 25. mars 2003 um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Reykjavík, 22. apríl 2003.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
1 Grunnur dráttarvaxta
eru gildandi vextir algengustu skammtímalána Seðlabanka Íslands til
lánastofnana, nú ávöxtun í endurhverfum verðbréfakaupum
Seðlabankans.
2 Vanefndaálag
er ellefu hundraðshlutar, nema um annað sé samið skv. 2. mgr. 6. gr. laganna.
Seðlabankanum er þó heimilt að ákveða annað vanefndaálag að lágmarki sjö
hundraðshlutar og að hámarki fimmtán hundraðshlutar.
3 Dráttarvextir eru
samtala grunns dráttarvaxta og vanefndaálags. Seðlabankinn skal birta
dráttarvexti eigi skemur en viku fyrir gildistökudaga dráttarvaxta sem eru 1.
janúar og 1. júlí ár hvert.
4 Almenna vexti
skv. 3. gr. laganna skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af
samningi, venju eða lögum. Þegar hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að
öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem
Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum
óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. laganna. Þar sem
um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem
Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum
útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. laganna.
Í bráðabirgðaákvæði
I í lögum nr. 38/2001 segir: 'Nú segir í lánssamningi í íslenskum krónum, gerðum
fyrir gildistöku laga þessara, að vextir fram að gjalddaga skuli vera
breytilegir í samræmi við vegið meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum
hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum, meðalútlánsvexti viðskiptabanka og
sparisjóða eða meðalútlánsvexti sem Seðlabanki Íslands birtir, eða vísað er með
öðrum almennum hætti til vaxta á markaði, og skulu þá vextir af þessum
peningakröfum, eftir gildistöku laganna, vera jafnháir vöxtum skv. 1. málsl. 4.
gr. að viðbættum 3,5% þegar um óverðtryggða peningakröfu er að ræða og jafnháir
vöxtum skv. 2. málsl. 4. gr. að viðbættum 2,5% þegar um verðtryggða peningakröfu
er að ræða.
Nú segir í lánssamningi í íslenskum
krónum, gerðum fyrir gildistöku laga þessara, að vextir fram að gjalddaga skuli
vera breytilegir í samræmi við hæstu lögleyfðu vexti á hverjum tíma, hæstu vexti
á markaðnum eða vísað er með öðrum almennum hætti til hæstu vaxta á markaði og
skulu þá vextir af þessum peningakröfum eftir gildistöku laganna vera jafnháir
vöxtum skv. 1. málsl. 4. gr. að viðbættum 4,5%, þegar um óverðtryggða
peningakröfu er að ræða og jafnháir vöxtum skv. 2. málsl. 4. gr. að viðbættum
3,5% þegar um verðtryggða peningakröfu er að ræða.'
5 Vextir af kröfum um
skaðabætur, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna skulu á hverjum tíma vera jafnháir
tveimur þriðju hlutum vaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1.
málslið 4. gr. laganna.
6 Í
bráðabirgðaákvæði III í lögum nr. 38/2001 segir: 'Nú segir í lánssamningi í
erlendum gjaldmiðli, gerðum fyrir gildistöku laga þessara, að við vanskil
reiknist hæstu lögleyfðu dráttarvextir eins og þeir eru á hverjum tíma,
dráttarvextir samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands eða dráttarvextir samkvæmt
vaxtalögum, eða vísað er með öðrum hætti til dráttarvaxta sem Seðlabankinn ákvað
skv. 11. gr. laga nr. 25/1987, og skulu þá dráttarvextir þessir vera ákvarðaðir
með sama hætti næstu fimm árin eftir gildistöku laga þessara, en að þeim tíma
loknum skulu þeir vera jafnháir þeim dráttarvöxtum í hlutaðeigandi gjaldmiðli
sem síðast voru auglýstir af Seðlabankanum í Lögbirtingablaði fimm árum eftir
gildistöku laganna.'
7 Sömu vextir gilda af peningakröfum
í myntum aðildarlanda myntbandalags Evrópu (EMU) og í
evrum.
Nr. 4/2003