Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands
Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lok júní 2003 og til samanburðar í lok desember 2002 ásamt breytingum í júní 2003 og frá ársbyrjun 2003. <'xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Gjaldeyrisforði Seðlabankans stóð því sem næst í stað milli mánaða og nam 36,9 milljörðum króna í lok júní (jafnvirði 483 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlend skammtímalán bankans lækkuðu í mánuðinum um 5,5 milljarða króna og námu þau 4,3 milljörðum króna í lok hans.
Seðlabankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 3,5 milljarða króna í júní, og er það er í samræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína sem m.a var greint frá í maíhefti Peningamála. Gengi íslensku krónunnar veiktist um 4,3% í júní.
Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,3 milljörðum króna í júnílok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 1,2 milljörðum króna.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 3,4 milljarða króna í júní og námu 62,8 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu lítillega og námu 8,0 milljörðum króna í mánaðarlok.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 1,4 milljarða króna í júní og námu nettóinnstæður ríkissjóðs 24,5 milljörðum króna í lok mánaðarins.
Grunnfé bankans hækkaði í júní um 1,7 milljarða króna og nam það 34,4 milljarði króna í mánaðarlok.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.
|
Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabankans |
||||
|
Í milljónum króna |
||||
|
|
|
|
|
|
|
Staða í lok tímabils |
|
Hreyfingar 2003 |
||
|
Desember |
Júní |
|
Frá ára- |
Í |
Eignaliðir : |
2002 |
2003 |
|
mótum |
júní |
|
|
|
|
|
|
Gjaldeyrisforði |
37.194 |
36.883 |
|
-312 |
-43 |
Gull |
1.727 |
1.663 |
|
-63 |
42 |
Erlendur gjaldeyrir |
33.418 |
33.225 |
|
-193 |
-191 |
SDR |
12 |
7 |
|
-5 |
0 |
Gjaldeyrisstaða IMF |
2.038 |
1.987 |
|
-51 |
105 |
Markaðsskráð verðbréf |
5.260 |
4.328 |
|
-932 |
42 |
Ríkissjóðs |
1.816 |
1.209 |
|
-606 |
16 |
Annarra |
3.445 |
3.119 |
|
-326 |
27 |
Kröfur á innlánsstofnanir |
69.141 |
62.844 |
|
-6.297 |
-3.411 |
Kröfur á aðrar fjármálastofnanir |
8.227 |
8.025 |
|
-202 |
135 |
|
|
|
|
|
|
Skuldaliðir: |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Erlendar skuldir til skamms tíma |
16.499 |
4.330 |
|
-12.169 |
-5.527 |
Seðlar og mynt |
9.590 |
9.935 |
|
345 |
266 |
Almennar innstæður innlánsstofnana |
1.164 |
2.595 |
|
1.430 |
1.001 |
Staða á bindireikningum innlánsstofnana |
21.837 |
21.809 |
|
-27 |
439 |
Almennar innstæður annarra fjármálastofnana |
75 |
13 |
|
-63 |
1 |
Staða á bindireikningum annarra fjármálastofnana |
1.258 |
786 |
|
-472 |
113 |
|
|
|
|
|
|
Liðir til skýringar : |
|
|
|
|
|
Gjaldeyrisstaða Seðlabankans, nettó |
20.696 |
32.553 |
|
11.857 |
5.484 |
Kröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir, nettó |
-20.846 |
-24.455 |
|
-3.609 |
1.375 |
Kröfur á aðra, brúttó |
77.454 |
70.986 |
|
-6.469 |
-3.268 |
Grunnfé |
32.590 |
34.339 |
|
1.749 |
1.706 |
Skýringar:
Gjaldeyrisforði sýnir brúttóeign
Seðlabankans í erlendum gjaldeyri.
Erlendur gjaldeyrir sýnir innstæður í erlendum bönkum og erlenda
verðbréfaeign bankans. Gjaldeyrisstaða
við IMF sýnir hreina innstæðu bankans hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs sýna
eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs, ríkisbréfum og ríkisvíxlum. Markaðsskráð verðbréf annarra eru
húsbréf og húsnæðisbréf. Kröfur á
innlánsstofnanir eru brúttókröfur bankans á innlánsstofnanir. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir eru
brúttókröfur bankans á þessar stofnanir. Erlendar skuldir til skamms tíma sýna
skammtímalán sem Seðlabankinn tekur við og við, m.a. í því skyni að styrkja
gjaldeyrisforðann. Seðlar og mynt
sýna heildarfjárhæð seðla og myntar í umferð utan Seðlabanka. Almennar innstæður innlánsstofnana og
annarra fjármálastofnana eru innstæður þeirra á viðskiptareikningum í
Seðlabankanum og bundnar innstæður
innlánsstofnana og annarra fjármálastofnana eru innstæður sem þeim er skylt
að eiga í Seðlabankanum í samræmi við bindiskyldu sem bankinn ákveður. Neðanmáls
eru sýndir fjórir liðir til skýringar, í fyrsta lagi nettógjaldeyrisstaða Seðlabankans sem
sýnir erlendar eignir til skamms tíma að frádregnum erlendum skuldum til skamms
tíma, í öðru lagi nettókröfur
Seðlabankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir, þ.e. skuldir þessara aðila við
Seðlabankann að frádregnum innstæðum þeirra í bankanum, í þriðja lagi innlendar
brúttókröfur á aðra en ríkið, og í fjórða lagi grunnfé bankans en til þess teljast
seðlar og mynt í umferð og innstæður innlánsstofnana í
Seðlabankanum.
Nr. 20/2003
4. júlí 2003