17. desember 2003
Hversu lengi endast peningarnir?
Líftími peninga er misjafnlega langur. Mynt gæti verið í umferð í þúsund ár, en seðlar eru að jafnaði ónýtir eftir fáein ár. Um þetta fjallar aðalféhirðir Seðlabanka Íslands í grein á Vísindavef Háskóla Íslands. Þar kemur fram að þúsund króna seðillinn endist að jafnaði í ár en fimm þúsund króna seðill að jafnaði í þrjú ár. Atriði sem hafa áhrif á líftíma seðla eru m.a. notkun, verðgildi, veðurfar og gæði seðlanna.
Sjá einnig umfjöllun um Seðlar og mynt hér á vef Seðlabanka Íslands.