30. desember 2003
Innstæðubréf gefin út fyrir 4,5 milljarða króna
Uppboð á innstæðubréfum til 14 daga fór fram hjá Seðlabanka Íslands í dag.
Uppboðið var með tilboðsfyrirkomulagi. Heildarfjárhæð í uppboðinu var 8 ma.kr.
og hámarksávöxtun var 4,8%. Alls bárust 5 tilboð. Hæsta ávöxtun tilboða var 4,8%
og sú lægsta 4,65%.
Tekið var tilboðum fyrir samtals 4,5 ma.kr. og var
ávöxtun í uppboðinu 4,8%.
Nánari upplýsingar veitir Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri peningamálasviðs í síma 569-9600.
Fréttir Seðlabanka Íslands eru birtar á heimasíðu bankans um leið og þær eru gefnar út (http://www.sedlabanki.is).
Nr. 1/2003
30. desember 2003