08. júní 2004
Útflutningur hugbúnaðar vex ár frá ári
Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum árum aflað upplýsinga frá fyrirtækjum á Íslandi vegna útflutnings þeirra á hugbúnaði og tölvuþjónustu. Þessi útflutningur hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Útflutningur hugbúnaðar nam á árinu 2003 rúmum 3.732 milljónum króna og jókst um rúmar 324 milljónir króna á föstu gengi frá fyrra ári eða um 9,5%.
Sjá nánar skýrslu tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands um útflutning hugbúnaðar árið 2003. (65 KB)