logo-for-printing

20. nóvember 2004

Ráðstefna í tilefni afmælis Fjármálatíðinda

Afmælisráðstefna Fjármálatíðinda var haldin á Hótel Nordica dagana 18. og 19. nóvember sl. Ráðstefnan var haldin í tilefni af því að í ár eru 50 ár liðin frá því að Fjármálatíðindi voru fyrst gefin út. Fyrsti ritstjóri Fjármálatíðinda var Jóhannes Nordal en núverandi ritstjóri er Birgir Ísleifur Gunnarsson og formaður ritnefndar er Þórarinn G. Pétursson. Seðlabanki Íslands hefur gefið út Fjármálatíðindi ef frá eru talin fyrstu árin þegar Landsbanki Íslands gaf ritið út.

Á ráðstefnunni voru haldnir fjölmargir fyrirlestrar innlendra fræðimanna. Auk yfirlitserinda var fjallað um hagstjórn í litlu og opnu hagkerfi, um hagvöxt og auðlindir, og vinnumarkað, lífeyri og tekjudreifingu. Fjórir hagfræðingar voru heiðraðir fyrir mikilsvert framlag til íslenskrar hagstjórnar. Það voru þeir Jónas Haralz, Jóhannes Nordal, Bjarni Bragi Jónsson og Guðmundur Magnússon.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá í meðfylgjandi skjali:

Dagskrá afmælisráðstefnu Fjármálatíðinda (pfd-skjal, 190 kb)

Til baka